Villa Antinori 2005

Þar til fyrir nokkrum árum var rauðvínið Villa Antinori flokkað sem Chianti Classico. Sú er ekki lengur raunin því undanfárin ár hefur Antinori kosið að flokka Villuna sem IGT og hafa þar með aukið svigrúm til að nota aðrar þrúgur en hinar hefðbundnu þrúgur svæðisins í blöndunni. Uppistaðan er enn Sangiovese (55%) en einnig er þarna að finna Cabernet Sauvignon (25%), Merlot (15%) og Syrah (5%).

Villa Antinori 2005 leynir hins vegar ekki uppruna sýnum þótt Cabernet-þrúgan setji vissulega svip sinn á stíl þess. Angan af þroskuðum dökkum berjum, plómum smá fjósi og kaffi. Góð tannínuppbygging, mjúkt og þykkt.

Með bragðmiklum pastaréttum, þar sem tómatar og/eða kjöt eru uppistaðan í sósunni.

2.799 krónur. 89/100

 

Deila.