Rauðvínspottur Vínóteksins

Þeir sem skrá sig á póstlista Vínóteksins eiga nú kost á því að vinna sér inn glæsileg verðlaun. Um næstu mánaðamót verður einn heppinn einstaklingur á póstlistanum dreginn út og fær að verðlaunum þrjár flöskur af Peter Lehmann-vínum, Barossa Shiraz, Chardonnay og Riesling.

Peter Lehmann hlaut í síðasta mánuði sérstaka viðurkenningu (Lifetime Achievement Award) á hinu árlega International Wine Challenge í London fyrir ævistarf sitt. Þessi viðurkenning þykir einn mesti heiður sem hægt er að öðlast í vínheiminum en Lehmann á að baki 62 ára starf í víngerð Ástralíu. Hann stofnaði fyrirtæki í Barossa undir eigin nafni á síðari hluta áttunda áratugarins sem hefur alla tíð haft að markmiði að eiga samstarf við litla vínræktendur og kaupa framleiðslu þeirra.

Myndin með var tekinn þegar ég hitti hinn magnaða Lehmann í heimsókn til Barossa árið 1995.

Það er leikur einn að skrá sig á póstlistann. Maður smellir hér og fyllir út það sem þarf að fylla út. Dregið verður um næstu mánaðamót og síðan er stefnt að því að draga reglulega út vinninga fyrir þá sem eru á póstlistanum.

Deila.