Gran Vina Sol 2007

Þetta katalónska hvítvín frá Miguel Torres er að mestu leyti framleitt úr þrúgunni Chardonnay en að auki er Parellada-þrúgunni spænsku blandað saman að hluta, eða um 15%.

Chardonnay-einkennin eru ríkjandi ásamt eikinni, en vínið er að hluta látið gerjast á frönskum eikartunnum, angan feit með smjöri, vanillu, ferskjum og sítrus. Þykkt og feitt í munni, töluvert míneralískt, langt og skarpt í lokin.

Pottþétt matarvín, smellur vel að humar og ætti að ráða við flesta sjávarrétti.

1.999 krónur.

 

Deila.