Cono Sur Viognier 2009

Cono Sur hefur markað sér sess sem eitt af framsæknari vínhúsum Chile. Það varð fyrsta vínhúsið í Chile til að tappa vínum á flöskur með skrúfutappa og það var jafnframt það fyrsta sem hóf framleiðslu á vínum úr þrúgunni Viognier til útflutnings.

Viognier er þrúga sem er farin að sjást æ oftar í hillunum enda mjög spennandi þrúgu. Til skamms tíma sást hún þó sjaldan utan heimahaganna í norðurhluta Rhohe-héraðsins í Frakklandi en hefur hún notið sín hvað best á hinu litla svæði Condrieu. Raunar var hún nánast útdauð á tímabili. Áhuginn á Viognier hefur hins vegar farið vaxandi og mikið er nú ræktað af henni á Miðjarðarhafssvæðum Frakklands og í fjarlægari löndum á borð við Ástralíu og Chile.

Cono Sur Viognier 2009 er gott dæmi um hvernig þrúgan dafnar í heitu lofstlagi, ávöxtur sætur og ágengur, vínið hefur ekki hin týpiska apríkósukeim Viognier frá kaldari slóðum. Þarna má þó vissulega greina smá apríkósumarmilaði í blandi við sykraðan sítrónubörk og þurrkaða ávexti. Það er feitt og mjúkt með ágætum ferskleika.

1.695 krónur. Góð kaup.

 

Deila.