Montes Cabernet Sauvignon 2008

Vínin frá Montes í Chile hafa löngum notið mikilla vinsælda hér á landi enda er hér á ferðinni eitt vandaðasta vínhús landsins. Skemmst er að minnast að Carmenere-vínið Purple Angel frá Montes var valið vín ársins 2009 hér á síðunni. Það eru hins vegar ekki einungis ofurvínin Purple Angel, Folly og M eða toppvínin í Alpha-línunni sem halda uppi merkinu. Ódýrari vínin frá Montes eru oftar en ekki með betri kaupum í boði.

Montes Cabernet Sauvignon 2008 er flott dæmi. Hér er á ferðinni ungur Cabernet Sauvignon, stílhreinn, bjartur og þroskaður sólberjaávöxtur, með myntu, ekvalyptus og hófstilltri, sætri eik. Hreint og beint, með staðföstum en þægilegum tannínum í munni.

1.899 krónur. Mjög góð kaup fyrir verð en samspil verðs og gæða tryggja víninu fjórðu stjörnuna.

 

Deila.