Kálfasteik með Dijon-pasta

Dijon-sinnepið franskra er til margar hluta nytsamlegt og það er til dæmis hægur leikur að búa til ljúffenga og góða pastasósu með því. Hér í þessari uppskrift eru notaðar kálfasteikur en kálfakjötið hentar einkar vel með Dijon-sinnepi. Það má hins vegar einnig skipta kálfasteikunum út fyrir grísakótilettur á beini.

  • 4 kálfasteikur (eða grísakótilettur)
  • 500 g pasta, spaghetti eða tagliatelle
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • Dijon sinnep
  • Salt og pipar

Hitið smjör á pönnu og steikið kjötið í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Saltið steikurnar og piprið. Setjið í ofnfast fast og inn í 200 gráðu heitan ofn.

Á meðan kjötið er að klára að eldast inn í ofninum gerum við sósuna. Setjið sýrða rjómann á pönnuna og leyfið honum að bráðna og blandast saman við skófurnar eftir steikinguna á kjötinu. Bætið 3 vænum matskeiðum af Dijon saman við. Hrærið saman og látið malla á vægum hita í 1-2 mínútur.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. Helllið vatninu frá og blandið saman við Dijon-sósuna á pönnunni.

Berið fram með fersku salati og góðu frönsku rauðvíni, t.d. Barton & Guestier 1725 Bordeaux eða Búrgundarvíninu Savigny-Serpentéres.

Deila.