Kryddjurtafylltur kjúklingur á grillið

Þessi kjúklingur byggist á því að troða kjúklinginn út af kryddjurtum og sítrónum og grilla hann svo lengi á óbeinum hita. „Fyllingin“ er ekki borðuð en safinn úr sítrónunum og rósmarínið gefa honum einstaklega gott bragð.

  • 1 kjúklingur
  • 1 sítróna
  • 3-4 rósmarínkvistar
  • 1 lúka steinselja, fínsöxuð
  • 1 lúka basil, fínsaxað
  • salt og pipar

Stingið puttanum undir skinnið á kjúklingnum við bringuna þannig að það losni frá. Blandið saman saxaðri steinseljunni og basil og troðið undir skinnið við bringurnar báðum megin.

Saltið kjúklinginn vel að innan. Skerið sítrónuna í tvennt og setjið hana í holrými kjúklingsins ásamt rósmarínkvistunum. Bindið fyrir með snæri. Smyrjið kjúklinginn vel með ólívuolíu og saltið og piprið hressilega.

Grillið á óbeinum hita í um 45 mínútur til klukkustund.

Það er hægt að velja jafnt  hvít sem rautt með þessum rétti. Tilvalið með væri t.d. franskt Chardonnay frá Loire-dalnum, Domaine de la Moriniere.

Deila.