Cuvée Bouchard Aine Rouge de France

Þó að þetta sé ekki „stórt“ rauðvín kemur það skemmtilega á óvart. Svona í þessum stíl sem að maður fær gjarnan sem borðvín á bistro-veitingastöðum í Frakklandi. Ekki ýkja karaktermikið en þykkt, ágætlega fullt af ávöxtum og ekkert voðalega dýrt.

Þrúgurnar í þessu víni eru Gamay, Pinot og Syrah og saman mynda þær eins konar blöndu af stíl Beaujolais og Miðjarðhafsins. Rauð ber og rauðir ávextir, létt kryddað, og ágætlega kröftugt. Má vera létt kælt.

1.499 krónur.

 

Deila.