Trivento Golden Reserve Malbec 2007

Þetta er eitt af toppvínunum frá Trivento í Mendoza í Argentínu. Vínviðurinn á ekrunum sem Golden Reserve kemur af er rúmlega 100 ára gamall og handtíndar þrúgurnar því mun kröftugri en þrúgur af yngri vínvið.

Enda er þetta massað og glæsilegt vín, svakalega flott fyrir peninginn.

Dökkfjólublátt, heit og öflug angan af bláberjum, vanillu og kaffi. Töluvert eikað með ristaðri karamellu. Nokkuð kryddað með mjúkum tannínum. Ekta grillvín og þá ekki síst með safaríkri nautasteik.

2.999 krónur

 

Deila.