Raoul Collet stofnaði samnefnt kampavínshús ásamt hópi vínræktenda árið 1921 og hefur það verið rekið síðan í þorpinu Ay. Þetta er ekki eitt af stóru húsunum í magni (þótt það ráði nú yfir heilum 450 hekturum af vínekrum) en hefur getið sér gott orð í Frakklandi sem traust og klassískt kampavínshús.
Í Carte Noir Brut eru notaðar allar helstu þrúgur kampavínshéraðsins, hin hvíta Chardonnay og rauðu þrúgurnar Pinot Noir og Pinot Meunier. Sú síðastnefnda er 65% af blöndunni.
Þetta er milt og ljúft kamapavín, nokkuð ljóst á lit og freyðir með litlum, stöðugum bólum. Í nefinu angan af eplum, gulum og grænum, mjólkurkexi og brioche. Hefur góða dýpt í bragði og lengd. Ágætasta kampavín.
5.490 krónur. Einnig til í hálfflöskum á 2.990 krónur.