Grillaður aspas

Það er hægt að fá ferskan, græn aspas allt árið og yfir sumartímann er tilvalið að grilla hann. Þannig verður hann tilvalið meðlæti með grillmatnum.

Skerið neðan af stilkunum og skolið þá vel. Veltið aspasinum upp úr eða penslið með ólívuolíu. Saltið og piprið. Vefjið beikonsneið utan um 3-4 stöngla og „lokið“ með tannstöngli.

Grillið í um 6-8 mínútur eða þar til aspasinn er orðinn mjúkur.

Deila.