Leitarorð: champagne

Hvítvín

Það voru Þjóðverjar, bræðurnir Mumm og félagi þeirra M. Giesler, sem stofnuðu „P.A. Mumm, Giesler & Cie árið 1827. Mumm-bræðurnir komu frá Rudesheim í Rínardalnum og átti fjölskyldan mikilsvirt vínfyrirtæki þar.

Hvítvín

Kampavín eru flokkuð eftir því hversu sæt, eða kannski öllu heldur hversu þurr þau eru.…

Víndómar

Taittinger er gamalgróið kampavínshús í Reims í Frakklandi, stofnað af Taittinger-fjölskyldunni um miðja átjándu öld. Fjölskyldan byggði Taittinger upp í að vera eitt virtasta kampavínshús heims.

Víndómar

Rósavín þykja oft einföld. Rósakampavín eru hins vegar allt annar handleggur. Þetta eru ekki rauðvín framleidd eins og hvítvín líkt og rósavín heldur hágæðakampavín þar sem að rauðvíni, Pinot Noir-víni frá Champagne, er bætt saman við.

Víndómar

Raoul Collet stofnaði samnefnt kampavínshús ásamt hópi vínræktenda árið 1921 og hefur það verið rekið síðan í þorpinu Ay. Þetta er ekki eitt af stóru húsunum í magni (þótt það ráði nú yfir heilum 450 hekturum af vínekrum) en hefur getið sér gott orð í Frakklandi sem traust og klassískt kampavínshús.

Víndómar

Boll­in­ger er ekki í hópi stærstu kampa­víns­hús­anna en það er eitt hið allra virtasta. Fyr­ir­tæk­ið var stofn­að í smá­bæn­um Aÿ suð­ur af Reims ár­ið 1829 af tveim­ur mönn­um, að­míráln­um At­hana­se Lou­is Emmanu­el og tengda­syni hans, Jacques Jos­eph Placide Boll­in­ger

Víndómar

Veuve Clicquot er nefnt eftir ekkjunni frægu Nicole-Barbe Clicquot-Ponsardin sem tók við fyrirtæknu er eiginmaður hennar lést árið 1806. Hún var þá einungis 27 ára gömul. Í stað þess að einbeita sér áfram að mörkuðum í Frakklandi og Bretlandi hóf hún landnám í Rússlandi og varð kampavín hennar mest selda kampavínið þar í landi í hálfa öld.