Home Alone

Hér er á ferðinni eins konar basil- og mandarínu mojito og kemur þessi drykkur frá Viktori Ragnari Þorvaldssyni á Humarhöfninni á Höfn í Hornafirði.

4 cl. af Napoleon Mandarine líkjör

Safi úr hálfri límónu

4-6 (laufin eru oft misstór) basil lauf og fleiri til skreytingar

1 tsk. hrásykur

Skvetta af sódavatni

Kreystið safann úr límónunni í glasið. Bætið í sykri og basil laufunum og blandið vel saman. Það þarf að merja basil laufin aðeins og best er að nota til þess sérstakan „Mojito-staut“ sem hægt er að kaupa í betri búsáhaldabúðum. Sé slíkur ekki til staðar er hægt að nota skeið.

Fyllið glasið af klakamulningi, bætið líkjörnum saman við og hrærið. Hellið loks skvettu af sódavatni saman við og skreytið með basil laufum og afganginum af límónunni.

 


Deila.