Risarækjur með kóríanderpestó

Risarækjur eru skemmtilegt hráefni sem er mjög algengt í asískri matargerð jafnt sem þeirri frá suðurríkjum Bandaríkjanna. Þetta er sjávarfang hitabeltisins og við verðum því að nota innfluttar rækjur en þær er hægt að kaupa frosnar í flestum stórmörkuðum.

Hráefni

 • 2 pakkar frosnar risarækjur
 • 500 g hágæða spaghetti
 • 1 pakki ferskt kóríander
 • 2 límónur, safinn pressaður
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 dl furuhnetur
 • 2,5 dl ólívuolía
 • salt og pipar
 • 50 g Parmesanostur

Aðferð

 1. Afþýðið rækjurnar og skolið. Pressið safann úr límónunum í skál og blandið 0,5 dl af ólívuolíunni saman við. Látið rækjurnar liggja í leginum í klukkustund.
 2. Takið rækjurnar úr leginum. Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar.
 3. Maukið hvítlauk, kóríander, furuhnetur, parmesan og 2 dl af olíu saman í matvinnsluvél. Saltið og piprið.
 4. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.
 5. Blandið kóríanderpestó og spaghetti saman og berið fram ásamt rækjunum.

Ferskt og ávaxtaríkt hvítvín með t.d. Terlaner Classico

Deila.