Verðlækkanir í vínbúðunum

Það er þó nokkuð um að verð á góðum vínum lækki í vínbúðunum nú í desember. Má nefna sem dæmi að Rioja-vínið Montecillo Crianza lækkar um 200 krónur eða úr 1.899 krónur í 1.699 krónur. Þá lækkar Trivento Chardonnay-Torrontes úr 1.399 krónur í 1.299 krónur og Trivento Cabernet-Malbec Reserva úr 1.799 í 1.699 krónur. Hið spænska Pata Negra Gran Reserva fer úr 1.899 krónum í 1.799 krónur og hið suður-afríska Two Oceans Sauvignon Blanc úr 1.499 krónur í 1.399 krónur.

Þá er einnig eitthvað um lækkanir á frönskum vínum. Francois d’Allaines Hautes Cotes de Beaune fer úr 2.999 í 2.695 krónur, Kientz Riesling úr 2.495 krónum í 2.295 krónur. Kampavínið Mumm Cordon Rouge lækkar einnig í 5.999 krónur.

Deila.