Ítölsk Brownie

Þetta er kaka sem tilvalið er að gera á þessum árstíma þegar hægt er að fá ítalskar Panettone-kökur í flestum stórmörkuðum. Afganginn af kökunni er svo tilvalið að skera niður og frysta.

 • 1/3 af Panettone-köku
 • 200 g möndlur
 • 250 g smjör
 • 250 g Mascarpone
 • 6 egg
 • 400 g dökkt súkkulaði (70%)
 • 200 g sykur
 • 1 vanillustöng

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180 gráður.
 2. Myljið möndlurnar og Panettone í matvinnsluvél. Geymið.
 3. Smyrjið 22-25 sm smelluform og stráið smá af Panettone-blöndunni í formið.
 4. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
 5. Skerið vanillustöngina í tvennt og skrapið fræin úr.
 6. Blandið saman smjörinu og sykrinum í matvinnsluvél. Bætið eggjunum, vanillufræunum, súkkulaðinu, Mascarpone og Panettone-blöndunni saman við.
 7. Setjið í formið og bakið í 40-45 mínútur. Ofnar eru mismunandi og því getur bökunartíminn verið örlítið mismunandi.

Takið kökuna út úr ofninum og leyfið að jafna sig í um 15-20 mínútur áður en hún er borin fram.

Best er hún heit og á helst að vera mjúk í miðjunni. Með þessu heimatilbúinn vanilluís eða rjómi.

 

Deila.