Santa Fe kjúklingapylsur

Þessi uppskrift að kjúklingapylsum kemur frá Nýju-Mexíkó í suðvesturríkjum Bandaríkjanna sem leynir sér ekki á hráefnunum: Kóríander, Tequila og Chili.

700 g beinlaus og skinnlaus kjúklingalæri

400 g spekk

1 sterkur grænn chilibelgur (t.d. Jalapeno), fræhreinsaður og fínsaxaður

1/2 mildir grænir chilibelgir (t.d. Poblano), fræhreinsaðir og saxaðir

1/2 dl Tequila

2,5 dl fínsaxaður ferskur kóríander

1/2 dl lime-safi

1 msk Maldon-salt

1 tsk nýmulinn svartur pipar

Hakkið kjúklingalærin og spekkið. Blandið öllu vel saman. Troðið í pylsugarnir.

 

Deila.