Ítölsk Fennel-pylsa

Pylsur sem þessar eru yfirleitt kallaðar Mild Italian Sausage í Bandaríkjunum og það er Fennel sem gefur bragðið.

  • 1,5 kg svínakjöt (t.d. svínahnakki)
  • 500 g spekk
  • 4 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 msk Fennel
  • 1 dl rauðvín
  • 1/8 tsk Allspice
  • 1 tsk oregano
  • 4 tsk Maldon-salt
  • 1 msk nýmulinn svartur pipar

Hakkið kjötið og spekkið. Blandið öllu vel saman í skál. Troðið í pylsugarnir.

Deila.