Coto de Imaz Reserva 2005

Vínhúsið El Coto er leiðandi á spænska markaðnum fyrir Riojavín þó að það eigi sér ekki langa sögu. Það var ekki fyrr en á síðari hluta síðustu aldar sem að framleiðsla undir merkjum hófst.

Rauður, þykkur berjamassi, rifsber, kirsuber, eikað með vanillu, kaffi og núggati. Þykkt með góðu tannísku gripi. Mjög flott matarvín, ekki síst með rauðu kjöti.

2.399 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.