Jacqueline Brut

Jacqueline er freyðivín sem kemur frá Frakklandi og er framleitt úr þrúgunum Colombard og Folle Blanc. Nokkuð er um liiðið frá því að það var smakkað síðast eða á þriðja ár og kom þægilega á óvart að sjá að það stendur enn fyrir sínum, ekki nóg með að stillinn heldur sér heldur hefur það ekki hækkað um krónu í verði.

Það freyðir vel með mildum og þægilegum bólum, angan létt með vott af  sætum gulum eplum og sítrus. Ágætlega vel uppbyggt og elegant af þetta ódýru freyðivíni að vera, nokkuð hlutlaust en að sama skapi einnig hnökralaust með þurri, frískandi og þægilegri fyllingu.

Sem fordrykkur eða blandað með Cassis du Dijon í Kir eða sætum líkjör í Bellini.

1.399 krónur.

 

Deila.