Peter Lehmann Clancys 2008

Vínin í Clancy’s línunni frá Peter Lehmann í Suður-Ástralíu eru ávallt blanda úr nokkrum þrúgum. Í þessu rauðvíni eru það Shiraz, Cabernet Sauvignon og Merlot sem mynda blönduna.

Þykkur, heitur og svolítið sultaður ávöxtur. Plómur og sólber í bland við kaffi, vanillu og anis. Mjúkt, ávöxturinn sætur og þykkur, þétt og beitt tannín. Gott matarvín.

2.799 krónur. Góð kaup.

 

Deila.