Cono Sur Vision Chardonnay 2010

Þetta Chardonnay-vín úr hinni stórgóðu Vision-línu frá Cono Sur í Chile er gert úr þrúgum úr Casablanca-dalnum norður af höfuðborginni Santiago.

Ekta Nýja-heims Chardonnay. Stútfullt af suðrænum ávexti, stöppuðum banönum, ananas, ferskjum og ástaraldini. Þykkt og þægilegt með sætum og djúpum ávexti. Langt og feitt, steinefni og smjör í bland við ríkuluegan ávöxt í munni.

2.550 krónur. Góð kaup.

 

Deila.