Toblerone ís

Þessi ís er örugglega á veisluborðum margra um jólin. Ég er sjálf alltaf með þennan ís og hef verið með í mörg ár. Ég hef oft reynt að breyta til og hafa eitthvað annað en það hefur ekki verið tekið í mál af fjölskyldumeðlimum. Hefð er hefð segja þau. Í staðinn fyrir að skipta alveg út hef ég bætt einum nýjum rétti við hver jól. Það eina sem mér hefur leyfst að  breyta er að nota stundum Daim eða Dajm eins og það heitir á sænsku í staðinn fyrir Toblerone.

  • 6 eggjarauður
  • 200 gr. púðursykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 lítri rjómi
  • 100 gr. Toblerone eða 1 lítill poki Daim (saxað smátt)

Pískið púðursykur og eggjarauður vel saman. Þeytið rjómann og bætið honum út í ásamt vanilludropunum. Bætið að lokum Toblerone/Daim saman við. Hellið í form og frystið.

Deila.