Fischer Classic Zweigelt Fasangarten 2010

Zweigelt er hin rauða einkennisþrúga Austurríkis og varð til með blöndun tveggja annarra austurrískra þrúgna, Blaufrankisch og St. Laurent. Þetta vín er frá hinum ágæta framleiðanda Fischer í Thermenregion, sem er vínræktarsvæði rétt fyrir utan Vínarborg.

Skarpur rauður ávöxtur í nefi, sýrumikil kirsuber og birkigreinar, örlítill negull. Létt og þægilegt, með ferskri sýru og þéttum ávexti. Svolítið eins og kryddaður, góður Beaujolais.

2.369 krónur. Með kjúkling og kalkún.

 

 

 

Deila.