Montes Cabernet-Carmenere 2010

Þetta rauðvín frá Montes í Chile er blanda úr þrúgunum Cabernet Sauvignon og Carmenere en sú síðarnefnda er að verða eins konar „þjóðarþrúga“ Chile þó svo að hún eigi rætur sínar að rekja til Frakklands.

Vínið er nokkuð dökkt á lit, það hefur þykka, feita angan, af þroskuðum, allt að því sultuðum, dökkum ávexti, plómum og sólberjum. Dökkt súkkulaði, vanilla og mikil, allt að því ýkt, angan af myntu.

1.999 krónur.

 

 

 

Deila.