Lambasneiðar með suður-evrópskum hætti

Kryddin í þessum rétti eru sótt til suður-evrópskrar matargerðar. Það er til dæmis tilvalið að nota lamba sirloin-sneiðar, sem eru góðar og ódýrar.

  • 1 kg. lambasneiðar, helst sem þynnstar
  • 1 sítróna
  • 4-5 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 dós svartar ólífur, steinlausar
  • 1 msk þurrkað óreganó
  • 1 msk paprikukrydd
  • 1/2-1 tsk chiliflögur
  • 1-2 dl hvítvín
  • salt og pipar

Kreistið safann úr sítrónunni. Blandið safanum saman við ólífuolíuna, hvítlaukinn, óreganó, paprikukrydd og chiliflögur. Látið magnið af chiliflögunum ráðast af því hvað þið viljið hafa réttinn sterkan. Veltið kjötsneiðunum upp úr kryddlegininm. Saltið og piprið og látið standa í um klukkustund.

Hitið stóra pönnu og setjið sneiðarnar út á ásamt kryddleginum. Brúnið sneiðararnar báðum megin. Bætið þá ólífunum saman við. Lækkið hitann og látið malla áfram í nokkrar mínútur. Bætið loks hvítvíninu út á, notið það til að hreinsa upp skófarnar sem hafa myndast á pönnunni og sjóðið stuttlega niður í þykka sósu.

Berið fram með grískum sítrónukartöflum. Kröftugt suður-ítalskt rauðvín hentar með, t.d. A Mano Primitivo.

Deila.