Trivento Cabernet Sauvignon 2010

Trivento er nútímalegt og athyglisvert vínhús í Argentínu sem byggt hefur verið upp á síðasta áratug. Vínin eru alþjóðleg, nútímaleg og athyglisverð.

Þetta Mendoza-vín úr þrúgunni Cabernet Sauvignon er stílhreint með, ferskum sólberjum og bláberjum í nefi, létt kryddað, ferskar með mildum viðartón. Uppbyggingin þétt, tannín föst í sér en mjúk, þykkur ávöxtur og súkkulaði í munni. Vel gert vín.

1.799 krónur. Mjög góð kaup, fær fjórðu stjörnuna fyrir frábært verð miðað við gæði.

 

 

Deila.