Barefoot Sauvignon Blanc

Berfættu vínin frá Barefoot Wines í Kaliforníu hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum á síðustu árum. Konseptið er einfalt. Létt og svolítið flippuð framsetning, einföld en vel gerð vín, mjög lágt verð. Barefoot hefur verið valið vínvörumerki ársins í Bandaríkjunum og sum vínanna fengið ótrúlega háar einkunnir í virtustu vínmiðlum miðað við verð.

Nú er hvítvín úr þrúgunni Sauvignon Blanc komið hér á markað. Ferskt með þægilegum peruávexti og grænum eplum. Hvít blóm. Kannski ekki djúpt en mjög ljúft og þægilegt vín.

1.599 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.