Rice Krispies-kaka með karamellusósu

Þessi kaka er algjört sælgæti og hana þarf ekki einu sinni að baka.

  • 100 g suðusúkkulaði
  • 100 g karamellupipp
  • 100 g smjör
  • 4 msk sýróp

Brætt saman í potti við lágan hita.

  • 4 bollar Rice Krispies
  • 2 bananar, niðursneiddir
  • 2,5 dl rjómi, þeyttur

Hellið Rice Krispies út í blönduna og hrærið vel saman. Þegar það er allt orðið súkkulaðihúðað er blöndunni hellt kringlótt kökuform, þrýst niður og kakan kæld.

Bananar eru skornir í sneiðar og raðað á kökuna. Þá er þeyttum rjómanum smurt ofan á bananana.

Karamellusósa

  • 30  Nóa „töggur“ (karamellur)
  • 1 dl rjómi

Setjið karamellurnar og rjóma í pott og bræðið varlega saman. Þá er karamellan kæld og loks hellt yfir kökuna í mjórri bunu.

Fleiri uppskriftir að kökum og eftirréttum fáið þið með því að smella hér.

Deila.