Það eru nýsjálenskur dagar á Hótel Holti nú um helgina þar sem að nýsjálenskum vínum frá vínhúsinu Saint Clair er parað saman við fimmrétta matseðil í anda matargerðar suðurhvelsins.
Saint Clair er með virtari vínhúsum landsins og framleiðir mörg spennandi vín en hér á landi hafa til dæmis fengist vín úr Vicars Choice-línunni og hágæðavín úr línunni Pioneer Block. Það er forvitnilegt við vínin hversu mikið þau sveiflast frá því að vera „nýjaheimsleg“ yfir í að vera afskaplega evrópsk í stílnum.
Alls eru fimm vín borin fram með jafnmörgum réttum og er til fyrirmyndar hvað matreiðslumenn Holtsins hafa lagt sig fram við að endurspegla þau bröð og þá angan sem vínið hefur að geyma í réttunum. Meðal vínanna sem eru á vínseðlinum með matseðlinum eru Vicar’s Choice Pinot Gris, Pioneer Block Cash Block Sauvignon Blanc og Pioneer Block Sawcut Pinot Noir.
Mat- og vínseðillinn, sem er í boði til sunnudags, lítur annars svona út en verð er 14.900 fyrir mat og vín:
- Laxatartar og hörpuskel “ceviche”, fersk vínber og mandarínubylur
- St. Clair Vicar’s choice Riesling 2009 Marlborough
- Stórlúðuskeifa – elduð í krydduðum perusafa ásamt grilluðum mini fennel, vatnsmelónu og krydduðu rauðu karrýi
- St. Clair Vicar’s choice Pinot Gris 2011 Marlborough
- Heimareikt blálanga, mangósalat, aspas og sósa með ástaraldin
- St. Clair Pioneer Block 20 Cash Block Sauvignon Blanc 2009 Marlborough
- Lambafillet – umvafið svörtum pipar og þurrkuðum skógarsveppum, eldheitur kartöfluhnöttur og pæklaðar plómur
- St. Clair Pioneer Block 4 Sawcut Pinot Noir 2008 Marlborough
- Ólífuolía, hvítt súkkulaði, lychee og ástríðan okkar
- St. Clair Pioneer Block 12 Lone Gum Gewurztraminer 2008 Marlborough