Hreinn með sigurdrykkinn

Íslandsmeistaramót barþjónaklúbbsins fór fram í Súlnasalnum á Hótel Sögu og var að venju mikið um dýrðir. Margir af færustu barþjónum landsins öttu þar kappi en að lokum var það Hreinn Hjartarson frá Lækjarbrekku sem stóð uppi sem sigurvegari með drykkinn „Rauða rósin“. Í öðru sæti var Ólöf Eðvarðsdóttir á Grand Hótel og í því þriðja Árni Gunnarsson á Stapnum.

Hreinn verður því fulltrúi Íslands á næsta heimsmeistaramóti barþjóna en það mun fara fram í Peking í Kína.

Deila.