Villa Antinori eru vín frá Antinori á Ítalíu sem endurspegla yfirleitt ágætlega uppruna sinn frá Toskana. Þetta hvítvin er blanda úr þrúgunum Trebbiano, Malvasía og Pinot Bianco.
Vínið er ljóst, létt og ferskt með mildri angan af perum og melónum. Þægileg sýra. Sumarvín, fínt sem fordrykkur eða með grilluðum sjávarréttum.
1.999 krónur. Ágætis kaup.