Peter Lehmann Clancys 2009

Rauðvínið Clancy’s frá Lehmann í Ástralíu er blanda úr þremur þrúgum: Shiraz, Cabernet Sauvignon og Merlot og hefur löngum sýnt sig vera eitt þeirra vína frá Lehmann sem gefur hvað mest fyrir peninginn. Þetta er allstórt, dökkt og mikið vín með sætum ávexti í nefi, bláberjasultu, þroskuðum plómum og berjaböku, þétt og þykkt í munni, mild tannín og töluvert kryddað í lokin.

Reynið með grillmat, þess vegna með bragðmiklum BBQ-sósum, vínið ræður vel við það.

2.898 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.