Þriggja lítra box undir vín hafa notið afskaplega mikilla vinsælda hjá neytendum á Norðurlöndum á síðasta áratug og erum við Íslendingar þar engin undantekning. Það er því kannski ekki furða að framleiðendur annarra afurða skuli feta sig áfram með þetta umbúðaform.
Norski vodka-framleiðandinn Vikingfjord í Jostedalen hefur nú sett á markað tilbúna drykki og er Mojito-blandan nú fáanleg frá þeim í vínbúðunum og í fríhöfninni. Þetta er vodka-mojito gerður úr Vikingfjord Vodka, myntu, limesafa og hrásykri sem einungis þarf að hella í glas með klaka (best að hafa fullt af muldum klaka) og svo auðvitað skreyta með lime-sneið og myntublaði ef vill.
Um 12 drykkir eru í hverju boxi og kostar það 4.990 krónur eða um 400 krónur á drykk.
Skráðu þig á póstlistann með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf.