Beikon og BBQ-borgari

Hér er enn einn amerískur klassiker. Alvöru beikonborgari með BBQ-sósu.

 • 800-1000 g nautahakk
 • 100 g beikon
 • 2 msk Heinz Chili Sauce
 • 1/2 laukur, mjög fínt saxaður
 • 1 egg
 • 1 tsk salt
 • 1/2 tsk pipar

Skerið beikonið niður mjög fínt. Blandið öllu saman og mótið í 6 borgara. Grillið í 4-6 mínútur á hvorri hlið. Þegar að borgaranum er snúið við setjið þið væna matskeið af uppáhalds BBQ-sósunni ykkar ofan á hvern borgara.

Meðlæti

 • Heimatilbúin hamborgarabrauð
 • beikonsneiðar
 • laukur
 • tómatur
 • Aioli eða majonnes
 • Dijon-sinnep

Raðið beikonsneiðunum á bökunarpappír á bökunarplötu. 2 sneiðar á hvern borgara. Setjið undir grilið í ofninum og eldið þar til þær byrja að verða stökkar.

Smyrjið brauðin með aioli og sinnepi. Setjið á tómat og lauk ásamt borgaranum og lokið.

Kröftugt ástralskt vín hentar með s.s. Peter Lehmann Clancy’s.

Skráðu þig á póstlistann með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf.

Deila.