Montes Chardonnay Reserva 2011

Aurelio Montes er einn fremsti víngerðarmaður Chile og vínin hans eru ávallt stílhrein og dæmigerð fyrir bæði þær þrúgur sem þau byggja á sem staðinn sem þau eru gerð á.

Þetta er eitt af ódýrari vínunum frá Montes en engu að síður afskaplega vandað, stíllinn heldur sér frá ári til árs, bjartur, sætur og suðrænn ávöxtur í nefi, melónur, sítrus og ferskjur ásamt örlítilli vanillu, ferskt og þétt í munni, með löngum þykkum ávexti.

1.899 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.