Catena Chardonnay 2011

Þrúgurnar sem notaðar eru í þetta argentínska hvítvín frá Catena eru ræktaðar á ekrum sem eru frá eins kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Sú hæsta heitir Adriana og er í tæplega tveggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Þetta setur mark sitt á vínið Hitabeltisávöxtur er ríkjandi í þrúgum sem eru ræktaðar á neðstu ekrunum en eftir því sem ofar dregur verða vínin ferskari og steinefnaríkari.

Catena Chardonnay 2011 er feitt og glæsilegt, ferskur sítrus, ferskjur , engifer í bland við eik, vanillu, eldspýtustokk og smjör. Vínið er svakalega þétt og þykkt, töluvert eikað, hefur mjög góða lengd og heldur góðum ferskleika í lokinn.Getur hæglega staðið eitt og sér, ræður vel við osta. Pottþétt með humar og hvítlauk.

2.799 krónur.Mjög góð kaup.

Deila.