George Duboeuf Beaujolais 2011

Það var þriðji fimmtudagur nóvembermánaðar í síðustu viku en þá er hefð fyrir því að „nýju“ Beaujolais-vínin komi á markað. Sú hefð hefur ákveðið skemmtanagildi. Venjulegu Beaujolais-vínin eru hins vegar meiri vín og betri.

George Duboeuf er líklega þekktasti framleiðandi svæðisins og þetta er standard-vínið hans. Ljúfur Beaujolais með angan af rauðum berjum, hindberjum og jarðarberjatyggjói. Létt, bjart og þægilegt vín. Með hvítu kjöti, ostum eða eitt og sér.

1.999 krónur.

Deila.