Framingham er lítið og flott vínhús í Marlborough á Nýja-Sjálandi. Sauvignon Blanc 2011 frá þeim er dæmigert nýsjálenskt Sauvignon Blanc-hvítvín – grösugt og ferskt, í nefinu grænn aspars, nýslegið gras, sætar ferskjur, smá hitabeltisávextir, lime og ástaraldin, örlítið sprittað. Sýrumikið og ferskt í munni. Þægilegt vín eitt og sér eða með t.d. asískum réttum.
2.999 krónur. Góð kaup.