Chateau la Sauvageonne vínhús eða Chateau eins og nafnið getur til kynna sem Gerard Bertrand festi kaup á fyrir um ári síðan. Sauvageonne, sem er norðvestur af Montpellier, er rekið sem sjálfstæð eining og hefur töluvert annan karakter en flest önnur Bertrand-vín sem eru fáanleg hér. Vínið kemur af ekrunni Pica Broca en þar er að finna mjög gamlan vínvið, Grenache en einnig Syrah.
Vínið er mjög dökkt, heitt, svolítið þurrkað. Í nefinu krækiber, bláber, sólber en einnig smá vottur af sveskjum. Það er kryddað, angar líkt og suður-förnsk sveit, heitt, kröftugt og afskaplega massívt en nær þó að halda góðum ferskleika í ávextinum. Með grilluðu kjöti, vílligæs eða þess vegna önd í appelsínusósu.
2.999 krónur. Mjög góð kaup