JP Azeitao 2010

Portúgölsk vín hafa verið allt of sjaldséð í vínbúðunum en vonandi er að rætast úr því. Þeim fer að minnsta kosti fjölgandi. Hér er hvítvín frá svæðinu Setúbal suður af Lissabon úr þrúgunum Moscatel og Fernao Pires.

Létt, ferskt, með grösugri angan, kryddjurtir, rósmarín og sítrus. Góð sýra sem gefur ferskleika, létt og þægilegt. Sem fordrykkur eða t.d. marineruðu sjávarfangi.

1.679 krónur.

Deila.