Þetta snotra suður-franska rauðvín kemur frá litlu vínhúsi Mas de Soleilla sem stofnað var af svissneskum hjónum fyrir um áratug.
Dæmigerður nútímalegur Suður-Frakki, bjartur og hreinn ávöxtur, kirsuber, trönuber og kóngabrjóstsykur í nefi ásamt smá myntu. Í munni mjúkt og ljúft, miðlungsfylling.
2.695 krónur. Góð kaup.
 
								
				 
					
										
												
				 
	
											 
	
											