Kientz Crémant d’Alasace Brut

Crémant er franska heitið yfir freyðivín sem notað er í sumum héruðum, s.s. Alsace og Búrgund. Þetta freyðivín kemur frá vínhúsinu Kientz í Alsace. Fersk angan af eplum og perum, ljósum berjum. Freyðir vel og þægilega, sætur ávöxtur í munni en þó vel þurrt. Vel gert og ljúft freyðivín.

2.795 krónur.

Deila.