Pasta með kjúkling, parmaskinku og sólþurrkuðum tómötum

Þetta er virkilega góður og bragðmildur pastaréttur, þar sem við blöndum saman yndislegu ítölsku hráefni s.s. hráskinku, basil og sólþurrkuðum tómötum.

  • 600 g kjúklingur, t.d. kjúklingabringur eða úrbeinuð læri
  • 500 g pasta, t.d. Tagliatelle
  • 15 sólþurrkaðir tómatar, grófsaxaðir
  • 1 væn lúka basilblöð, grófsöxuð
  • 1 væn lúka ferskt spínat, grófsaxað
  • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1 bréf parmaskinka/prosciuotto, skorin niður
  • 2,5 dl rjómi
  • parmesan

Sjóðið pasta.

Skerið kjúklinginn í bita. Hitið smjör í þykkum potti og steikið kjúklingabitana. Saltið og piprið. Bætið hvítlauknum saman við eftir 3-4 minútur. Þegar kjúklingurinn er nær fulleldaður er sólþurrkuðu tómötunum og parmaskinkunni bætt út í pottinn. Hrærið saman og eldið áfram í 1-2 mínútur. Hellið rjómanum út í. Látið malla á vægum hita þar til að sósan fer að þykkna. Takið af hitanum. Bætið soðnu pastanu saman við ásamt basil og spínati. Bragðið til með nýmuldum pipar.

Berið fram með rifnum parmesanosti. Með þessu er gott að hafa milt ítalskt rauðvín svo sem Col di Sasso frá Banfi. 

Deila.