Absolut Agúrka

Ástralinn Johnny Jonsson, yfirbarþjónn á Kolabrautinni, var meðal þeirra sem tóku þátt í Absolut Invite kokteilakeppninni á dögunum. Drykkurinn hans hét Absolut Agúrka og segir Johnny að hann hafi viljað gera eins konar blöndu af mjólkurhristing og gúrku caipirovska.

  • 3 cl Absolut 100
  • 2 cl Absolut Pears
  • 2 cl  ylliblómasíróp
  • ,2 cl Peruskyr
  • 2 tsk flórsykur
  • 4 lauf sítrónumelissa
  • 4 agúrkúsneiðar
  • 2 engifersneiðar
  • 2 sneiðar sítróna
  • 2 sneiðar lime

„Möddlið“ saman í kokteilhristara  ylliblómasíróp, flórsykur, agúrku, engifer og sítrónumelissu í um eina mínútu og passið upp á að merja vel græna hýðið á ág´rukunni. Bætið sítrónu og lime við og möddlið áfram í einar 20 sekúndur. Bætið þá peruskyri og vodka við. Hristið vel saman á klaka og síið í kælt martini glas með sykurrönd. Skreytið með 2 „víkingahornum“ úr agúrku. 

Lag: Milkshake með Kelis

httpv://youtu.be/o2A5HbPnCHs

Deila.