Two Oceans Sauvignon Blanc 2012

Two Oceans-vínin suður-afrísku eru ódýr en standa sig afskaplega vel í sínum verðflokki. Vín sem hafa m.a. notið mikilla vinsælda hjá frændum okkar á Norðurlöndunum. Hér er það hvítvín úr þrúgunni Sauvignon Blanc. Ljóst á lit, fersk angan, lime og sæt sítróna, græn epli, svolítið grösugt. Milt, létt og ferskt með þægilegri sýu í munni.

1.599 krónur. Mjög góð kaup, fær hálfa viðbótarstjörnu fyrir verðið.

Deila.