Páskabjórarnir 2013

Bjórsmökkunarteymi Vínóteksins kom saman á KEX á dögunum og smakkaði sig en Páskagullið, karamelliseraður í nefi, ristað malt, fín fylling og beiskja. „Það er góð skerpa í þessum bjór,“ sagði einn, „vel gerður bjór, ljúft eftirbragð,“ sagði annar. EInkunn 3,5.

Fjórði bjórinn í smakkinu var páskábjórinn frá Gæðingi. Fallegur að sjá, töluvert súkkulaði í nefi. „Fínn fyrir bjórnördana,“ sagði einn bjóráhugamaðurinn. Einkenni bjórsins bæði svolítið súr og sæt, málmkenndur. Menn voru á því að þarna væri komið meira „handverk“ við bjórgerðina, ágætlega flókinn bjór. „Gott effort,“ sagði einn. Einkunn 3,5-4.

Kaldi páskabjór var næstur og þar mátti greina ber og ávexti í nefi, sætur en líka eitthvað súrt. Fín fylling og vel balanseraður. „Þægilegur bjór sem flestir ættu að geta kunnað vel við,“ sagði einn, „hentar vel sem páskabjór“ var annað komment. Bjórinn jafn út í gegn, einfaldur en þægilegur. EInkunn 3,5.

Síðasti bjórinn í smakkinu var Páskabock. „Þetta er bock út í gegn,“ sagði einn, gerir stílnum góð skil.“ Bockinn kom vissulega sterkur inn, í nefi reykur, tað, ristað malt í gegn. Áfengið er þarna en ekki að trufla. Kröftugur og þokkalega flókinn. Einkunn 4.

Deila.