Guðmundur Íslandsmeistari barþjóna

Íslandsmeistaramót barþjóna var haldið í Súlnasalnum á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag. Barþjónarnir sem kepptu um Íslandsmeistaratitilinn fengu að þessu sinni það verkefni að gera kampavínskokteil. Þegar upp var staðist reyndist Guðmundur Sigtryggsson á Hilton Nordica hlutskarpastur en drykkur hans hét Litla músin. Guðmundur er einn reyndasti barþjónn Íslands og margfaldur Íslandsmeistari.

Unnur Ýr Guðráðsdóttir frá Rúbín sigraði vinnustaðakeppnina með drykkinn Lucky Strike.

 

Deila.