Pavlova með sítrónukremi og berjum

Þetta er einstaklega góð útgáfa af pavlovu. Marengs, sítrónukrem og ber og braðlaukarnir hoppa af kæti. Það er þó alls ekki svo að það sé mikið sítrónubragð heldur blandast þetta allt svo vel saman.   Ég hef áður gert uppskrift af  Pavlovu sem er þessi hefðbundna  með vanillurjóma og er líka mjög góð en hana má finna hér.  Hér kemur uppskriftin að pavlovunni og sítrónukreminu

 • 3  stórar eggjahvítur
 • 2 dl sykur
 • 1 tsk borðedik

Hitið ofninn í 130 gráður

Stífþeytið eggjahvítur, edik og 1 dl af sykri, bætið síðan öðrum dl af sykri við.   Breiðið úr marengsinum á bökunarpappír (18-24 eftir smekk). Mér finnst ágætt að hafa kantana svolítið hærri.  Bakið í 1 klst og 10 mín. Slökkvið á ofninum og leyfið pavlovunni að kólna í ofninum.

Sítrónukrem:

 • 3 eggjarauður
 • 3/4 dl sykur
 • 1 sítróna (nota börkinn af heilli sítrónu og safann af hálfri sítrónu)

Hrærið saman eggjarauðurnar, sykurinn, sítrónubörkinn og safann í skál yfir vatnsbaði þangað til blandan þykknar. Leyfið kreminu að kólna áður en það er sett á marengsbotninn

Samsetning pavlovunar:

 • Marengs
 • sítrónukrem
 • 2,5-3 dl rjómi
 • 1 tsk vanillusykur
 • ber: jarðaber, hindber, vínber, blæjuber(eða það sem mann lystir)

 

 

Deila.