Sinnepssósa með hamborgaranum

Sósan með hamborgaranum skiptir miklu máli. Hér er uppskrift að góðri sinnepssósu sem hentar vel á grillaðan borgara.

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majonnes
  • 1 laukur, rifinn
  • 1 dl sýrðar gúrkur, fínt saxaðar
  • 2 msk sætt sinnep
  • 1 tsk sykur
  • 1/2 tsk túrmerik

Rífið laukinn á grófu rifjárni. Blandið öllu saman og geymið í ísskáp.

Fleiri uppskriftir af gómsætum hamborgum má sjá með því að smella hér.

Deila.